0

Viðburður: Mótmælum mannréttindabrotum

By 14. February, 2019 Fréttir
Ungliðahreyfingar fimm stjórnmálaflokka boða til mótmæla í tilefni af komu Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Íslands.

Mótmælum mannréttindabrotum gegn börnum við suðurlandamæri Bandararíkjanna! Skorum á íslensk stjórnvöld að þrýsta á Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna að beita sér fyrir því að mannréttindabrotin verði stöðvuð!

Pompeo kemur til Íslands föstudaginn 15. febrúar, og munu Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra funda með honum. Nauðsynlegt er að ríkisstjórn Íslands fordæmi aðgerðir bandarískra stjórnvalda en sé ekki aðgerðarlaus áhorfandi í slíkum alvarlegum brotum. Fjölmennum og sýnum börnum samstöðu!

Mótmælin verða kl. 12:00 fyrir framan ráðherrabústaðinn við Tjörnina, Tjarnargötu 32.

Að mótmælunum standa: Ung vinstri græn, Ung­ir jafnaðar­menn, Ung­ir pírat­ar, ung­ir meðlim­ir Sósí­al­ista­flokks­ins og Upp­reisn.