0

Viðburður: Landsfundur UVG 2019

By 31. August, 2019 Fréttir
Ung vinstri græn boða til árlegs landsfundar!

Landsfundur Ungra vinstri grænna fer fram 14.-15. september 2019 í Reykjadal, Mosfellsdal (húsnæði sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra). Landsfundurinn er opinn öllum félögum í Ungum vinstri grænum, en erindi frá gestafyrirlesurum eru öllum opin (sjá dagskrá). Landsfundurinn er frábært tækifæri til að kynnast starfinu og félögum Ungra vinstri grænna og eru nýir félagar sérstaklega hvattir til að mæta.

Frestur til að bjóða sig fram í stjórn rennur út á fundinum en hafi einhver áhuga á að bjóða sig fram í stjórn og sér ekki fram á að geta mætt á fundinn er mikilvægt að senda tilkynningu um framboð á stjorn@vinstri.is

Ályktanir og tillögur að laga- eða stefnubreytinum skulu sendast á stjorn@vinstri.is og er frestur til að skila þeim til miðnættis 7. september.

Góð gistiaðstaða er í húsinu fyrir þau sem vilja gista, en mikilvægt að mæta með eigin svefnpoka og kodda.

Dagskrá er væntanleg á næstu dögum.

SKRÁNING HÉR!