Vegna afnáms 125. gr. almennra hegningarlaga

By 2. July, 2015 Ályktanir
„Ung vinstri græn fagna því að 125. grein almennra hegningarlaga um guðlast hafi í dag verið afnumin með jafnvíðtækum stuðningi á Alþingi og raun ber vitni, en aðeins einn þingmaður greiddi atkvæði á móti breytingunni. Afnám ákvæðisins hefur verið meðal helstu baráttumála Ungra vinstri grænna nánast frá því hreyfingin var stofnuð. Lagabreytingin er stórt skref í baráttunni fyrir bæði tjáningar- og trúfrelsi í raun hérlendis, og er löngu tímabært mannréttindamál.“