0

Una Hildardóttir kjörin formaður LUF

By 28. February, 2019 Fréttir

Ung vinstri græn eru gríðarlega stolt af því að eiga í fyrsta skipti formann LUF, Landsambands ungmennafélaga, og það er engin önnur en Una Hildardóttir sem var kjörin í embættið á sambandsþingi LUF í gærkvöldi með öllum greiddum atkvæðum. Una hefur um árabil verið virk í starfi bæði UVG og VG, og er sem stendur varaþingmaður og gjaldkeri VG. Hún hefur setið í stjórn LUF sem ritari undanfarin tvö ár.

Einnig var Ólína Lind Sigurðardóttir, varaformaður UVG, kjörin í fulltrúaráð LUF.

Landsstjórnarfulltríúar UVG, Ester Helga Harðardóttir og Eyrún Þórsdóttir, sátu þingið ásamt Ólínu og á myndinni má sjá þær ásamt hinum nýkjörna formanni, Unu.

Til hamingju Una og til hamingju UVG!