Um ung vinstri græn

Formaður og varaformaður Ungra vinstri grænna, Gyða Dröfn Hjaltadóttir og Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir, taka við almennum fyrirspurnum.

Gyða: 693 8938 – gyda@vinstri.is
Valgerður: 862 9561 – valgerdur@vinstri.is

Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á stjorn@vinstri.is

Ung vinstri græn taka sjálfstæða afstöðu. Þó svo Ung vinstri græn séu ungliðahreyfing Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs þá þýðir það ekki að hreyfingin sé í einu og öllu sammála móðurflokknum. Þvert á móti hefur verið lögð á það mikil áhersla í starfi hreyfingarinnar að hún taki sjálfstæða afstöðu til allra mála því þannig veiti hún móðurflokknum best aðhald.

Ung vinstri græn hafa sína eigin stefnuyfirlýsingu. Þar er lögð fram sú grunn-hugmyndafræði sem hreyfingin starfar eftir. Stefnuyfirlýsingunni verður einungis breytt með lýðræðislegum hætti á landsfundum þar sem allir löglegir félagar í Ungum vinstri grænum hafa atkvæðisrétt. Á landsfundum eru einnig samþykkar ályktanir um sértækari málefni og kallast þær landsfundarályktanir.

Á landsfundum geta allir félagar haft áhrif á stefnu hreyfingarinnar með því að leggja tillögur sínar fram á lýðræðislegan hátt til umræðu og atkvæðagreiðslu.