„Þau stjórnast af menningunni, við stjórnumst af skynsemi.“

By 21. October, 2016 Uncategorized

Þau stjórnast af menningunni, við stjórnumst af skynsemi.

English below.

14805345_10154553269484277_695244513_n

Jovana Pavlovic 12. sæti Reykjavík norður


Þegar ég var barn, í kringum fimm ára gömul, velti ég því töluvert fyrir mér hvers vegna við foreldrar mínir fluttum skyndilega frá Balkanskaganum. Þar man ég eftir því að hafa leikið við krakkana í hverfinu og hjólað nánast annan hvern dag með ömmu minni. Við vorum vanar að fara í almenningsgarð, þar sem hún keypti handa mér ís. En það var ekki allt með felldu. Ég fann að eitthvað var ekki í lagi.

Jafnvel þó fjölskylda mín reyndi sitt besta til að fela það fyrir mér, sá ég í andlitum þeirra að eitthvað væri að. Ég skildi aldrei hvers vegna og hugsaði með sjálfri mér að einn daginn yrði ég nógu stór til að skilja það.

Skyndilega höfðum við flutt í annað umhverfi með háum fjöllum, köldu veðri og nýjum vinum sem kunnu ekki svo vel við mig. Ég var ekki lengur á Balkanskaganum. Ég var núna í landi sem heitir Ísland.

Ég vissi að ég væri „öðruvísi“. Ég talaði ekki málið þeirra. Ég hafði ekki hvíta húð eða blá augu. Þau voru kannske ekki eins og krakkarnir í hverfinu mínu á Balkanskaganum – en mér fannst þau svöl og skemmtileg eins og krakkarnir frá landinu þaðan sem ég kom, sem fjölskyldan mín kallaði Júgóslavíu.

En þegar fólkið á Íslandi spurði mig eða foreldra mína hvaðan við komum fylgdi því alltaf skrýtinn svipur á andliti þess. Það reyndi að vera vinalegt en einhvern veginn virkaði það alltaf eins og látbragðsleikur. Það reyndi að fela það með brosum sínum en við fundum fyrir því: það leit ekki á okkur sem jafningja. Því fannst við einhvern veginn minna virði en það sjálft. Ég velti því fyrir mér hvers vegna það reyndist okkur svo erfitt að fóta okkur hér. Hvað var eiginlega að okkur?

Hvers vegna gátum við ekki bara verið eins og allir aðrir? Hvers vegna gátum við ekki bara haldið jólin í desember eins og venjulegt fólk? Ég skammaðist mín svo mikið þegar ég þurfti að segja vinum mínum að okkar jól væru í janúar. Hvers vegna lét móðir mín mig alltaf taka skrýtin mat með í nesti í skólann? Var það svo allir gætu gert grín að honum? Hvers vegna bárum við nöfn með þessari „–ic“-endingu? Ég hugsaði með sjálfri mér að ef foreldrar mínir ætluðu ekki að breyta neinu af þessu, myndi ég gera það. Ég gæti breytt nafninu mínu í íslenskt nafn svo samfélagið myndi nú örugglega taka mér eins og öllum öðrum! Þá myndu foreldrar mínir ef til vill íhuga að gera slíkt hið sama.

Það sem ég skildi ekki þá var að við vorum að upplifa rasisma. Fordómarnir byggðu ekki á kynþætti mínum, heldur þjóðerni, menningu og trú. Skilgreiningu samkvæmt var ég að upplifa nýrasisma (menningarlegan rasisma).

Fáfræði samfélagsins og viðhorfið gagnvart okkur byggði að verulegu leyti á því sem fólk hafði séð í sjónvarpinu og lesið í fréttunum um Júgóslavíustríðin. „Ósiðmenntaðasuðurslavneska fólk. Þau koma frá Evrópu en þau koma frá Suður-Evrópu; Balkanskaganum og menning þeirra er mjög frábrugðin okkar.“

Fjölskyldan mín hafði þegar mótaða sjálfsmynd en ekki ég. Það var reynslan af íslensku samfélagi sem skóp sjálfsmynd mína.

Reynsla mín var ósamþykki samfélagsins. Það mótaði sjálfsmynd mína frá unga aldri. Einungis foreldrar mínir, afar og ömmur og júgóslavíska samfélagið samþykkti mig. Íslenskt samfélag einbeitti sér of mikið að því sem skilur okkur að, frekar en að því sem við eigum sameiginlegt.

En fyrir ekki svo löngu síðan hættum við að vera eitt meginvandamálið í íslensku samfélagi. Við þeim kyndli hafði tekið annar hópur, sem var talinn vera til meiri vandræða en við. Þeirra menning var jafnvel ólíkari þeirri íslensku heldur en sú balkanska. Múslimar. Eftir að hafa tekið við bæði flóttamönnum og innflytjendum frá fyrrum Júgóslavíu frá því á tíunda áratugnum sá íslenskt samfélag loksins að við vorum fólk alveg eins og Íslendingar.

„Þú ert Serbi. Jæja, það er í Evrópu og þú talar íslensku reiprennandi. Auðvitað lítum við á þig sem Íslending.“

Það sem mér fannst áhugavert við þetta skyndilega samþykki var að fólk byrjaði að segja mér að ég væri „evrópsk“. Ég skildi ekki af hverju ég var allt í einu orðin „evrópsk“. Samkvæmt minni reynslu höfðu evrópsk gildi alltaf einvörðungu verið vestræn gildi. Ég var skyndilega hluti af þessum gildum af því að ég var samþætt samfélaginu og til sögunnar var kominn nýr hópur sem bjó við meiri mismunun en ég.

Í dag erum við kominn á þann stað að það er starfandi rasískur stjórnmálaflokkur sem hatar fyrst og fremst múslima. Fáfræði þeirra er byggð á óttanum við hið óþekkta. Óttanum að menning þeirra, tungumál og gildi muni ekki lengur ráða íslenska þjóðríkinu. Það er, skilgreiningu samkvæmt, þjóðernishyggja.

Sem betur fer eru allir hinir stjórnmálaflokkar ekki öfgakenndir í eðli sínu og reiðubúnir til að taka þátt í rökræðunni gegn slíkum þjóðernissinnuðum framboðum og ummælum um múslima.

En það leysir ekki vandamálið að einblína einungis á nýrasismann gegn Íslam. Veitum því athygli að jafnvel þó að þú hafir ekkert gegn múslimum, þýðir það eitt og sér ekki að þú sért laus við fordóma. Meginvandamálið fyrir þá innflytjendur, sem ekki eru múslimar, er að birtingarmyndir nýrasisma geta verið ólíkar og geta ráðist af því hvaðan þú kemur. Sérhver hópur upplifir sérhvert samfélag á ólíka vegu. Ég sagði ykkur sögu af því hvernig suðurslavnesk stúlka í Rétttrúnaðarkirkjunni hefur upplifað íslenskt samfélag fram til þessa dags. Ég get ekki sagt ykkur hvernig fólk frá Suður- eða Austur-Asíu upplifir íslenskt samfélag – eða pólskt samfélag. En eitt eigum við sameiginlegt: samfélagið og fólkið í kringum okkar á það enn til að dæma okkur út frá menningu okkar. Hver og ein gjörð okkar stjórnast af menningu okkar.

Þau stjórnast af menningunni, við stjórnumst af skynsemi.

 

-Jovana Pavlovic 12. sæti Reykjavíkurkjördæmi norður

Greinin birtist fyrst í Kvennablaðinu


 

When I was a child, around 5 years old, I wondered a lot why my parents and I suddenly moved away from the Balkans. In the Balkans, I remember playing with kids from my neighborhood and riding a bicycle almost every other day with my grandmother. She and I used to go to the park, where she would buy me ice cream. But things weren’t so great. I had a feeling that something wasn’t right.

Even though my family did its best to hide it from me, I could tell something was wrong by the looks on their faces. I never understood why and I told myself that one day I would be old enough to understand it.

Suddenly we had moved to a different environment with high mountains, cold weather and new friends who didn’t like me all that much. I was no longer in the Balkans. I was now in a country called Iceland.

I knew I was “different”. I didn’t speak their language. I didn’t have light skin or blue eyes. They might not have been the same as the kids from my neighbourhood in the Balkans – but I thought they were cool and fun like the kids from the country that I came from, which my family called Yugoslavia. 

But when people in Iceland asked me or my parents where we came from it was always accompanied by a strange look on their faces. They tried to be friendly but somehow it always came as a fake gesture. They were trying to hide it within their smiles but we felt it – they didn’t look at us like equals. They thought we were somehow of less value than they. I wondered why it was so hard for us to belong here. What was so wrong with us?

Why couldn’t we just be like everybody else? Why couldn’t we just celebrate Christmas in December like normal people did? I was so ashamed when I had to tell my friends that our Christmas was in January. Why did my mother always give me strange food to take along to school? Was it so that everyone could make fun of it? Why couldn’t she just cook potatoes and fish like normal people did? Why did we have names with this “-ic” ending? I thought to myself that if my parents weren’t going to change any of this, I was going to. I could change my name into an Icelandic one so the society would definitely accept me like everyone else! And maybe my parents would consider doing the same.

What I didn’t understand was that we were experiencing racism. Prejudice was not based on my race, but on my ethnicity, culture and religion – by definition, I was experiencing neo-racism (cultural racism).

The ignorance of society and the attitude towards us was very much based on what they had seen on TV and read on the news about the Yugoslav Wars. “Uncivilized South Slavic people. They come from Europe but they come from Southern Europe; The Balkans and their culture is so different from ours.”

My family already had an established identity but I didn’t – it was the experience of the Icelandic society that created my identity.

My experience was the unacceptance of the society. It shaped my identity from a young age. Only my parents, my grandparents and the Yugoslav society accepted me. Icelandic society focused too much on the differences between us rather than what we had in common.

But not long ago we ceased to be one of the main problems in Icelandic society. Along had come another group, which was considered to be more problematic than us. Their culture was even more different from the Icelandic one than the Balkan one. The Muslims. After having accepted both refugees and immigrants from the former Yugoslavia since the 1990’s, the Icelandic society finally saw that we were people just like they.

“You’re Serbian. Well, that’s in Europe and you speak fluent Icelandic. Of course we consider you Icelandic.” 

What I found interesting about this sudden acceptance was that people started to tell me that I was “European”. I didn’t understand why I suddenly was “European”. In my experience, European values had always only been Western values. I was suddenly a part of those values because I was integrated into society and there was a new group, which was facing discrimination more than I was.

Today we have gotten to the point where we have a racist political party, which mainly hates Muslims. Their ignorance is based on the fear of the unknown. Fear that their culture, language and values will no longer dominate the Icelandic nation-state. That is, by definition, nationalism.

Luckily all the other political parties are by nature not extremist and ready to participate in the debate against such nationalistic parties and statements on the Muslims.

But only focusing on the neo-racism against Islam doesn’t solve our problem. Let’s note that even though you have nothing against Muslims, that alone doesn’t mean that you are free of prejudice. The main problem for the non-Muslim immigrant population is that manifestations of neo-racism may be different and may depend on where you’re from. Every group experiences each society in a different way. I told you a story about how an Orthodox South Slavic girl has experienced Icelandic society until today. I can’t tell you how people from South or Eastern Asia experience Icelandic society – or a Polish society. But we have one thing in common: the society and the people around us still tend to judge us by our culture. Every action we make is controlled by our culture.


Jovana Pavlovic 12. sæti Reykjavíkurkjördæmi norður