Málefni ungs fólks

Ung Vinstri græn leggja áherslu á að jöfnuður, jafnrétti, umhverfisvernd og friðarhyggja eru undirstöður fyrir ungt fólk í dag sem og komandi kynslóðir. Mörg brýn málefni nútímastjórnmála fast með beinum hætti við kjör ungs fólks og komandi kynslóða en þetta tvenn helst sérstaklega í hendur þar sem ungt fólkí dag á eftir að taka við stjórnartaumum í framtíðinni og taka ákvarðanir sem varða ófæddar kynslóðir. Þannig ber stjórnvöldum nútímans ávallt að hlusta á ungt fólk.

En það er ekki bara framtíðin sem skiptir máli. Brýn hagsmunamál ungs fólks í dag þarf að leysa og stöðugt þarf að standa vörð um hagsmuni unga fólksins sem glímir við að koma undir sér fótum í úr sér gengnu húsnæðiskerfi.

Ung vinstri græn telja að húnsæðismarkaðurinn vera meingallaðann og sem veldur því að ungt fólk á erfiðara með að flytja úr foreldrahúsum. Markaðurinn eins og hann er í dag er stjórnað af stór fyrirtækjum sem einungis hugsa um gróðar sjónarmið. UVG leggja því til að sett verði á laggirnar leigufélag á vegum hins opinbera, sem geri ungu fólki kleift að kaupa eða legja sér íbúð á sanngjörnu verði, það félag gæti m.a. haft FS (Félagsstofnun stúdenta) sér til fyrirmyndar

Ung vinstri græn telja að framlag ríkisins til ríkisrekna skóla sé ekki nægilega mikið og að menntakerfi hér hafi verið svellt nógu lengi. UVG vinstri græn telja einnig að leik- og grunnskólar eigi að vera gjaldfrjálsir enda réttur allra barna að afla sér menntunar óháð fjárhagslegu ástandi foreldra þeirra. Þá telja ung vinstri græn að fræðsla varðandi málefni hinsegins fólks eigi að vera bætt í grunnskólum til þess að koma í veg fyrir fordóma, þá mætti einnig bæta fræðslu um málefni annarra minnihlutahópa svo sem innflytjenda og fatlaðra

Ung vinstri græn telja nauðsynlegt að lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) tryggi jafnrétti til náms. UVG telur einnig mikilvægt að sjóðurinn tryggi að námsmenn sem eiga erfitt með að fjármagna nám sitt vegna búsetu, fötlunar, heimilisaðstæðna eða annarra erfiðleika geti stundað nám á Íslandi. Mikilvægt sé að mánaðarlegar úthlutanir sjóðsins sé þannig að námsmenn neyðist ekki til þess að vinna með námi, þar sem nám sé full vinna.

Ungt fólk í dag á erfitt með að leita sér hjálpar vegna geðheilsu sinnar. Geðræn hjálp er bæði gríðarlega dýr og samfélagslega óviðurkennd. Ung vinstri græn vilja að ungt fólk geti leitað sér hjálpar vegna andlegrar vanlýðan án þess að hún aukist vegna fjárhagslegra örðugleika við að sækja sér hjálpar. Samfélagið lítur andleg vandamál hornauga, UVG telur mikilvægt að veitt sé fræðsla um geðheilbrigðismál svo það að glíma við andlegt vandamál verði ekki tabú.

Ung vinstri græn leggja til eftirfarandi aðgerðir:
Burt úr foreldrahúsum
 • Ung vinstri græn vilja húsnæðismarkað sem ungt fólk getur verið hluti af.
 • UVG vilja að sett verði á laggirnar fyrirtæki í samvinnu við ríkið sem leigi eða seljifólki íbúðir á sanngjörnu verði en ekki einungis í gróðaskyni.Framfærla námsmanna
 • Ung vinstri græn vilja að lánasjóðskerfi íslenskra námsmanna (LÍN) verði þannig uppbyggt að stúdentar þurfi ekki að vinna með námi.
 • UVG leggur til að komið við á styrkjakefri að norrænni fyrirmynd og framfærslustyrkir teknir upp í stað framfærslulána.
 • UVG vilja að LÍN tryggi það að námsmenn sem eiga erfiðara með að fjármagna nám sitt sökum t.d. búsetu, heimilisaðstæðna eða fötlunar geti sótt það nám sem námsmennirnir óska.Minni geðveiki fyrir ungt fólk
 • Ung vinstri græn vilja að auðveldara verði fyrir ungt fólk að sækja sér hjálpar vegna geðheilsu sinnar
 • Tímar hjá sálfræðingum og geðlæknum verði niðurgreiddir
 • Geðheilbriðgisþjónusta sé til staðar á heilsugæslustöðum og í skólum.
 • Aukin áhersla verði lögð á skólasálfræðinga á öllum stigum náms.Gegn kynferðisbrotum
 • Áhersla verði lögð á forvörn gegn nauðgunum í kynfræðslu í grunnskólum.
Menntun óháð efnahag
 • Að grunnskólar sjái nemendum sínum fyrir að minnsta kosti einni heitri máltíð á dag þeim að kostnaðarlausu.
 • Að nemendur framhaldsskóla og iðnnemar fái styrki til bóka- og efniskaupa.
 • Að námslán verði hækkuð þannig að námsmenn geti í raun og veru framfleytt sérmeð þeim.
 •  Að börn og ungmenni um allt land geti í auknum mæli fengið styrki til tómstundarstarfs. Þetta er ekki síst mikilvægt fyrir aðlögun ungra innflytjenda.
 • Að fjárframlög til ríkisháskóla verði stóraukin.
 • Að hluta námslánakerfisins verði breytt í styrkjakerfi.
 • Að unnið sé að raunverulegu gjaldfrelsi allra skólastiga (leik-grunn-framhalds- ogháskóla.)
 • UVG vilja aukna fræðslu í grunnskólum um málefni hinsegins fólks í samstarfi við Samtökin ’78.
 •  Aldurstakmarkannir verði lagðar af í framhaldsskólum
 •  Aukið fjármagn verði sett í iðnnám sem jafnframt verði alfarið gjaldfrjáls
Ung fólk til áhrifa
 • Kosningaaldur verði lækkaður niður í 16 ár.
 • Nemendur geti að loknu háskólanámi fengið styrk til nýsköpunar í heimabyggð.
Ungt fólk á landsbyggðinni
 • Jöfn tækifæri til menntunar og atvinnu sé tryggt ungu fólki sem kýs að búa út á landi
 • Að ungt fólk sem stundar skólanám fjarri heimabyggð fái samgöngustyrk
 • Að heilbrigðisþjónusta út á landi verði elfd.
 • Að almennileg nettenging verði tryggð um allt land.Réttlæti handa komandi kynslóðum.
 • Ung Vinstri Græn fara fram á að Íslensk stjórnvöld standi að fullu við markmið sem undirrituð voru á Parísarfundinum 2015 og gott betur en það.
 • Horfið verði með öllu frá olíuleit innan íslenskrar efnahagslögsögu
 • Vistbókhald verði tekið upp í allri stjórnsýslu íslenskaríkissins.