Opið bréf til þingflokks VG

By 22. January, 2015 Pistlar

Kæri þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs,

Í gær lagði þingflokkur Pírata fram frumvarp til laga um breytingar á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, með síðari breytingum, um afnám 125. gr. um guðlast. Ung vinstri græn fagna frumkvæði Pírata og fram komnu frumvarpi mjög enda hefur það um langa tíð – nánast frá stofnun – verið meðal helstu baráttumála Ungra vinstri grænna. Raunar hefur það ekki aðeins verið baráttumál ungliðahreyfingarinnar enda hafa allir landsfundir Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs ályktað í þá veru frá árinu 2009, eða í nærri sex ár. Til að gera sér grein fyrir því hversu lengi Vinstri græn hafa sett málið á oddinn hafa Píratar til samanburðar verið til í um tvö ár. Ung vinstri græn treysta á að þingflokkur Vinstri grænna beiti sér af festu fyrir því að frumvarpið nái fram að ganga.

Með bestu kveðju,
Hulda Hólmkelsdóttir & Ólafur Björn Tómasson,
Talsfólk UVG