Landsfundur Vinstri grænna 2015

By 25. October, 2015 Fréttir

Þá er Landsfundi VG á Selfossi lokið og Ung vinstri græn eru mjög ánægð með helgina og niðurstöður fundarins. Meðal annars var fjöldi ályktanna frá UVG samþykktar, auk mjög flottrar stefnu um málefni ungs fólks. Í þeirri stefnu fékk UVG það í gegn að hreyfingin krefjist betri úrræða fyrir þá sem verða fyrir kynferðisofbeldi, og jafnframt almennilegri meðhöndlun á kynferðisbrotum.

Þá var Una Hildardóttir – sem hefur lengi starfað með UVG – kjörin gjaldkeri VG og fjöldi ungliða bauð sig fram í flokksráð hreyfingarinnar.

Á fundinum buðu Ung vinstri græn fundargestum að styrkja ungliðahreyfinguna með frjálsu framlagi og fá í staðinn gefins bókamerki, en þau ruku út eins og heitar lummur og kláruðust á fundinum.

Ungliðarnir Sara og Silja héldu frábærar ræður um heilbrigðismál ungs fólks og kynferðisofbeldi. Á fundinum var einn ungliði í öllum nefndum og tveir ungliðar í hópi fundarstjóra og ritara. Ungliðarnir stóðu sig einnig frábærlega í sjálfboðaliðastörfunum.

Ung vinstri græn þakka kærlega fyrir frábæra helgi, og hlakka til að taka þátt í störfum hreyfingarinnar næsta árið!