0

Kolefnisfótsporið af heimsókn Pence

By 4. September, 2019 Fréttir

Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, formaður UVG, og Sigrún Birna Steinarsdóttir, innrastarfsfulltrúi UVG, fjalla um kolefnisfótspor vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna í aðsendri grein.

Það hefur lík­lega ekki farið fram hjá lands­mönnum að vara­for­seti Banda­ríkj­anna, Mike Pence, heim­sækir Ísland í dag, 4. sept­em­ber. Varla hefur verið hægt að lesa annað í fréttum und­an­farna daga og jafn­vel vikur en hvar hann verður og hvern hann hitt­ir, eða hittir ekki.

Í hring­iðu þess­arar umræðu fórum við að velta fyrir okkur hversu stórt kolefn­is­fót­spor þess­arar heim­sóknar verð­ur. Aukin vit­und­ar­vakn­ing hér á landi um lofts­lags­breyt­ingar og kolefn­is­fót­spor ferða­laga okkar hefur end­ur­spegl­ast í breyttum venjum okkar Íslend­inga, en hið sama verður ekki sagt um þennan til­tekna gest. Það má vera að það komi engum á óvart í ljósi yfir­lýs­inga hans sjálfs og stefnu Banda­ríkj­anna þegar kemur að lofts­lags­mál­um, en eitt af fyrstu verkum núver­andi Banda­ríkja­stjórnar var að draga Banda­ríkin út úr Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu.

Með vara­for­set­anum í för hér á landi eru eig­in­kona hans og starfs­lið. Starfs­liðið sem fylgir vara­for­set­anum er engin smá­smíði og telur fleiri ein­stak­linga en nokkur íslensk sveit­ar­fé­lög geta státað af. Hafa þau dvalið á land­inu í ein­hverja daga til að und­ir­búa komu Pence. Fréttir hafa verið fluttar af því að hóp­ur­inn hafi tekið á leigu um sex­tíu leigu­bíla auk þess sem vænn bíla­floti á vegum Banda­ríkj­anna á Íslandi hefur staðið þeim til boða. Allir þessir bílar hafa staðið í röðum fyrir utan hótel og aðra við­komu­staði hóps­ins.

Vara­for­set­inn sjálfur verður tölu­vert á ferð­inni í dag og því fylgja lok­anir á vegum víða á Suð­ur­nesjum og höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sem ekki hefur verið hægt að gefa út nákvæmar tíma­setn­ingar á. Slíkum lok­unum á vegum fylgir fjöldi bíla sem munu sitja fastir þegar þeir reyna að kom­ast leiðar sinnar með til­heyr­andi útblæstri og meng­un.

Auk þessa gríð­ar­stóra bíla­flota fylgja hópnum hið minnsta sjö flug­vél­ar, þrjár af gerð­inni CV-22B Osprey, tvær C-130 Hercules, ein Lock­heed C-5 Galaxy auk Air Force 2 vél­ar­innar sem flytur sjálfan vara­for­set­ann milli landa. Að lokum hefur feng­ist stað­fest að tvær sér­út­búnar sjúkra­þyrlur af gerð­inni Sir­korsky H-60, sem eru í eigu banda­ríska hers­ins, séu á land­inu vegna heim­sóknar Pence.

Er þetta ekki bil­un? Lok­anir stofnæða, hund­rað manna starfs­lið, tugir bíla, sjö flug­vél­ar, tvær þyrl­ur. Og allt vegna eins manns sem stoppar ekki einu sinni í 12 klukku­stundir á land­inu. Þegar almenn­ingur á Íslandi er, rétti­lega að okkar mati, hvattur til að breyta sínum ferðum og venj­um, orðið flug­visku­bit er á allra vörum og við þorum varla að við­ur­kenna að við keyrðum út á land á bens­ín­bíl um dag­inn, ætlum við þá bara að taka því þegj­andi að hingað komi erlendur gestur á sjö flug­vél­um?