#czarnyprotest

By 3. October, 2016 Fréttir

3.október 2016 voru haldin mótmælið við Austurvöll vegna frumvarps um löggjöf til fóstureyðinga sem er á leið í gegnum pólska þingið. Ung vinstri græn mættu til þess að sýna samstöðu með pólskum konum! 

Í byrjun árs 2016 hóf UVG samstarf við systurhreyfingu okkar í Póllandi, Ostra Zielen, og fóru síðan þrír meðlimir þáverandi framkvæmdastjórnar í ferð til að taka þátt í Pride göngunni í Varsjá. Eitt af því sem kom til umræðu þar var frumvarpið um nýja fóstureyðingarlöggjöf sem er á leið í gegnum pólska þingið.

Löggjöfin sem um er að ræða mun banna konum að fara í fóstureyðingu undir öllum kringumstæðum. Nú þegar eru lögin um fóstureyðingar mjög ströng í Póllandi en konum er bannað að fara í fóstureyðingu nema með þrennum undantekningum: ef líf og heilsa konunnar er í hættu, ef dómsúrskurður liggur fyrir því að nauðgun hafi átt sér stað og að þungunin sé afleiðing nauðgunarinnar, og ef um alvarlegan fósturskaða er að ræða. Konur í Póllandi hafa því ekki frjálst val varðandi fóstureyðingar í dag, hvað þá ef nýja löggjöfin tekur við. Þessi herta löggjöf mikið áhyggjuefni; ekki einungis vegna þeirra hræðilegu afleiðinga sem hún mun hafa á líf og frelsi kvenna í Póllandi, heldur einnig vegna þess að gera má ráð fyrir því að ólöglegar fóstureyðingar aukist talsvert ef hún verður að veruleika. Fóstureyðing sem er ekki framkvæmd undir læknishendi getur verið lífshættuleg þeim sem í hana fara.

Á meðan að heimsókn UVG fulltrúa stóð í Póllandi var verið að safna undirskriftum gegn frumvarpinu en þar sem einungis pólskir ríkisborgarar gátu skrifað undir þá var sett saman myndasería með meðlimum úr framkvæmdastjórn og landstjórn UVG með hinu táknræna herðatré í mótmælaskyni.

#czarnyprotest

 

 

14569163_1587820301235478_1685843866_n13589102_10206738589840252_1257344689_o14528314_1587831191234389_322154258_n

Á myndunum: (frá vinstri) Silja Snædal, Snæfríður Sól Thomasdóttir og Andrés Ingi Jónsson.