Aðgengi fyrir alla?

Árið 2016 fullgilti Ísland samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í fyrstu grein samningsins er kveðið á um að markmið hans sé að efla, verja og tryggja að fatlað fólk skuli njóta allra mannréttinda og grundvallarfrelsis til jafns við aðra. grein samningsins: Aðgengi Til að gera fötluðu fólki kleift að lifa sjálfstæðu lífi og […]

Reykjavík á að vera hjólaborg

Ástvaldur Lárusson

Hjólreiðar skipta mig miklu máli. Ég hef hjólað til og frá vinnu um árabil og ég vil ekki skipta yfir í aðra samgöngumáta. Fyrir mér eru kostirnir við hjólreiðar ótvíræðir, en með því að stunda þessu léttu hreyfingu kvölds og morgna næ ég að viðhalda líkamlegri og andlegri heilsu. Ég næ að spara stórar fjárhæðir […]

Hver er munurinn á því að neyta fíkni­efna í jakka­fötum eða í neyðar­skýli?

Umræðunni um einstaklinga sem glíma við fíknisjúkdóma hættir til að verða afar neikvæð gagnvart þeim sem um ræðir. Fyrst og fremst eru þetta einstaklingar sem eiga jafnan tilverurétt í samfélaginu líkt og aðrir. Það er samfélagslegt álitamál að einstaklingur megi ekki neyta vímuefna nema innan ákveðins ramma sem samþykktur er af samfélaginu. Einstaklingurinn sem samfélagið […]

71 ungliði í framboði

Í sveitastjórnarkosningum 2022 tekur 71 ungliði sæti á listum VG vítt og breitt um landið. Þar af eru fjórir ungliðar, oddvitar á listum VG í sínu sveitarfélagi og 18 þeirra sitja í 2.-5. sæti á 11 listum. Þetta sýnir að ungt fólk lætur sig samfélagið varða og vill hafa áhrif, og gengur þvert á það […]

Ályktun: Ekki fleiri brottvísanir

Framkvæmdastjórn Ungra vinstri grænna fordæmir að senda eigi fimm barnafjölskyldur til Grikklands og í það ástand sem þar ríkir. Grísk stjórnvöld hafa sent út neyðarkall og óskað eftir aðstoð, að önnur Evrópuríki taki við einhverjum af þeim 20 þúsund börnum sem eru á flótta í landinu. Það er til háborinnar skammar og með öllu ólíðandi að Ísland […]

Ályktun um Maní og fjölskyldu

Ung vinstri græn krefjast þess að ríkisstjórn svari Maní og fjölskyldu hans með staðfestingu um dvalarleyfi á Íslandi. Maní er 17 ára strákur sem er flóttabarn frá Íran. Eftir að hann flutti til Íslands hefur hann komið út sem trans strákur fyrir foreldrum sínum og fólki í kringum hann. Maní hefur ekki haft tækifæri til að koma […]

Umhverfisverðlaun UVG 2019

Umhverfisverðlaun UVG voru veitt í annað skipti. Verðlaunin fyrir árið 2019 hlaut Andri Snær Magnason. Hans framlag til málaflokksins þarf auðvitað ekki að tíunda en hann hlýtur verðlaunin fyrir óþreytandi og áralangt starf við að vekja athygli á málefnum umhverfisins. Það var afar ánægjulegt fyrir meðlimi framkvæmdastjórnar að fá að hitta Andra Snæ í Borgarleikhúsinu […]