Boðað til landsfundar

By 1. August, 2017 Fréttir

Landfundur Ungra vinstri grænna verður haldinn í Kommakoti í Grundarfirði, 1. – 3. september. Allir félagar í UVG hafa atkvæðisrétt á fundinum en önnur áhugasöm eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomin enda kjörin leið til að kynnast starfinu.

Tillögum til ályktana, lagabreytinga og stefnuyfirlýsingabreytinga skal skila skriflega á stjorn@vinstri.is fyrir miðnætti miðvikudaginn 23. ágúst.

Framboðsfrestur til framkvæmdastjórnar rennur ekki út fyrr en á fundinum sjálfum. Allir landsfundarfulltrúar eru í framboði til landstjórnar. Vilji félagi gefa kost á sér til setu í annarri hvorri stjórninni en eigi ekki heimangengt á landsfund skal viðkomandi senda framkvæmdastjórn framboð sitt skriflega áður en gengið er til kosninga á ofangreint netfang.

Landsfundargjald er 2.000 kr. en útlagður ferðakostnaður getur komið til lækkunar á því. Ef félaga vantar aðstoð til að geta sótt fundinn er bent á að hafa samband við framkvæmdastjórn.

Skráningarform er aðgengilegt hér.


Dagskrá landsfundar
Föstudagurinn 1. september
15:00 Fyrstu bílar fara frá Reykjavík.
17:00 Áætluð koma fyrstu bíla. Viðtaka lykla, undirbúningur kvöldmatar.
18:00 Landsfundur formlega settur.
18:15 Ávarp aldursforseta framkvæmdarstjórnar.
18:20 Ársskýrsla framkvæmdarstjórnar. Kynnt og lögð fram til samþykktar.
18:35 Ársreikningar. Kynntir og lagðir fram til samþykktar.
18:40 Kynning á lagabreytingatillögum og umræður.
19:00 Matur
19:40 Setningarhátíð og óformlegar stjórnmálaumræður, fundi frestað til morguns.
Laugardagurinn 2. september
10:00 Landsfundur hefst að nýju.
10:05 Afgreiðsla lagabreytingatillagna.
10:30 Kynning á stefnuskrábreytingatillögum og umræður.
11:20 Málefnahópar um stefnuyfirlýsingarbreytingatillögur taka til starfa.
12:30 Hádegishlé.
Frestur til að skila inn breytingartillögum við stefnuyfirlýsingarbreytingartillögur rennur út.
Frestur til að skila inn framboðum til stjórnar rennur út.
13:00 Kynning á niðurstöðum málefnahópa um stefnuyfirlýsingarbreytingar.
14:05 Kynning á ályktanatillögum og umræður.
14:50 Kaffihlé.
15:00 Afgreiðsla á stefnuyfirlýsingarbreytingatillögum.
15:20 Stjórnmálaumræður
17:00 Kosningar til stjórna
17:40 Fundi frestað til morguns
18:00 Landsfundargleði
Út að borða 18:30-20:00
21:00 Gleði í Kommakoti (Vædol, pub quiz og að sjálfsögðu Suðræn þægindi)
Sunnudagurinn 3.september
10:00 Landsfundur hefst að nýju.
10:05 Málefnahópar um ályktanatillögur taka til starfa.
12:10 Kynning á niðurstöðum málefnahópa um ályktanatillögur.
12:30 Kaffihlé.
Frestur til að skila inn breytingatillögum við ályktanir rennur út.
13:00 Afgreiðsla ályktanna.
13:45 Landsfundi slitið.