0

Bætum lífskjör barna

By 24. September, 2019 Uncategorized

Ályktunin tengist fyrsta og tíunda heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna.

Landsfundur Ungra vinstri grænna haldinn í Mosfellsdal helgina 14.-15. september skorar á stjórnvöld að bæta kjör einstæðra foreldra og öryrkja. Árið 2016 bjuggu 9,1% íslenskra barna við efnislegan skort. 40% barna sem koma frá heimilum undir lágtekjumörkum er

u börn einstæðra foreldra samkvæmt nýlegri rannsókn EDDU öndvegisseturs á lífskjörum og fátækt barna, sem unnin var fyrir Velferðarvaktina. Í rannsókninni kemur einnig fram að huga þurfi að stöðu barna þeirra sem eru öryrkjar, en öryrkjar eru sá hópur sem er líklegastur til þess að búa við fjárhagsþrengingar og er staða barna þeirra sambærileg stöðu barna einstæðra foreldra. Ung vinstri græn gera kröfur um það að örorkubætur verði jafn háar og lágmarkstekjur, með tilliti til heildartekna. Ung vinstri græn skora á stjórnvöld að koma til móts við einstæð foreldri og foreldra sem eru öryrkjar. Bæta þarf framboð öruggs húsnæðis og tilfærslur til einstæðra foreldra og foreldra sem eru öryrkjar. Að lokum skora Ung vinstri græn á sveitastjórnir að koma til móts við börn sem lifa við efnislegan skort með ókeypis skólamáltíðum og hærri tómstundastyrkjum.