0

Ályktun um brottvísun albanskrar fjölskyldu frá Íslandi

By 6. November, 2019 Ályktanir, Fréttir

Framkvæmdastjórn Ungra vinstri grænna tekur undir gagnrýni No Borders Iceland og fordæmir brottvísun ungrar óléttrar albanskrar konu, og fjölskyldu hennar, aðfararnótt þriðjudagsins 5. nóvember. Stjórninni þykir meðferðin sem fjölskyldan hlaut ómannúðleg, og varhugavert að setja konu á þessum tímapunkti meðgöngu undir viðlíka álag og að senda hana út í óvissuna á þennan hátt.

Ljóst er að þær upplýsingar sem liggja fyrir sýna fram á undarlega og ófullnægjandi málsmeðferð. Ekki liggur fyrir að máli þeirra sé lokið hjá kærunefnd útlendingamála. Framkvæmdastjórn UVG þykir löngu komið nóg af ómannúðlegum brottvísunum. Á landsfundi UVG í september síðastliðnum samþykktum við ályktun þess efnis að Útlendingastofnun verði lögð niður í núverandi mynd og tók þar undir með Alþjóðastofnun Háskóla Íslands sem komst að sömu niðurstöðu árið 2017.

Við höfum ákveðnum skylduð að gegna hvað mannréttindi og mannúð varðar. Uppfyllum þessar skyldur þegar fólk á flótta og hælisleitendur eiga í hlut.