0

16 ára kosningaaldur

By 24. September, 2019 Uncategorized

Ályktunin tengist tíunda heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna.

Landsfundur Ungra vinstri grænna haldinn í Mosfellsdal helgina 14.-15. september 2019 harmar að enn hafi ekki tekist að afgreiða frumvarp um lækkun kosningaaldurs. 16 ára einstaklingar taka þátt í samfélaginu með skattgreiðslu og ættu því að hafa tækifæri til lýðræðislegrar þátttöku, líkt og aðrir skattgreiðendur, með atkvæðisrétti í kosningum. Ung vinstri græn fara fram á að gerð verði stjórnarskrárbreyting sem tryggir þann rétt.

 

Greinagerð með ályktun:

Frumvarp um lækkun kosningaaldurs hefur verið lagt fram fjórum sinnum, síðast á 149. löggjafarþingi þar sem óhætt er að segja að það hafi verið látið hverfa ofan í skúffu hjá nefndinni sem hafði það hlutverk að taka það fyrir.

Hagsmunasamtök ungs fólks á borð við Landssamband ungmennafélaga, Ungmennaráð Íslands, Samband íslenskra framhaldsskólanema, UMFÍ og Samfés hafa stutt frumvarpið og er því ljóst að stuðningur við það er mikill á meðal þeirra sem starfa á vettvangi hagsmunagæslu ungs fólks.

Við fögnum því að kjörnir fulltrúar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs haldi áfram að berjast fyrir lækkun kosningaaldurs og vonum að árangur erfiðisins hljótist sem allra fyrst og sextán ára kjósendur geti mætt á kjörstað eins fljótt og auðið er.